— Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Hjólasöfnun Barnaheilla hófst í hádeginu í gær í tíunda sinn. Átakið stendur til 1. maí og er ætlunin að safna hjólum sem gefin verða börnum og unglingum sem ekki hafa tök á að kaupa sér reiðhjól. Á þeim árum sem söfnunin hefur farið fram hafa samtals...

Hjólasöfnun Barnaheilla hófst í hádeginu í gær í tíunda sinn. Átakið stendur til 1. maí og er ætlunin að safna hjólum sem gefin verða börnum og unglingum sem ekki hafa tök á að kaupa sér reiðhjól. Á þeim árum sem söfnunin hefur farið fram hafa samtals 2.500 börn notið góðs af henni.

Sjónvarpskonan Steinunn Ása Þorvaldsdóttir afhenti fyrsta hjólið við hátíðlega athöfn á móttökustöð Sorpu að Sævarhöfða í Reykjavík. Hvatti hún aðra til að láta gott af sér leiða og koma hjólum sem fólk hefur ekki not fyrir til Barnaheilla.

Tekið er við hjólum á endurvinnslustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. gso@mbl.is