Sigurður Már Jónsson
Sigurður Már Jónsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sigurður Már Jónsson blaðamaður gerir sérstaka umræðu um landsins gagn og nauðsynjar að umræðuefni í pistli á mbl.is.

Sigurður Már Jónsson blaðamaður gerir sérstaka umræðu um landsins gagn og nauðsynjar að umræðuefni í pistli á mbl.is.

Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, stóð fyrir umræðunni og segir nafni hans umræðuna hafa verið forvitnilega „því í henni tóku þátt fulltrúar tveggja andstæðra sjónarmiða. Annars vegar þeirra sem vilja breyta landbúnaðinum og matvælaframleiðslunni í landinu og sjá ekkert tækifæri betra til þess en að hleypa erlendri landbúnaðarvöru óheftri inn í landið. Líkleg afleiðing þess er að þessi starfsemi leggst smám saman af og færist frá því að vera atvinnugrein yfir í að vera sérviskuiðnaður. Hins vegar var Sigurður Páll og aðrir þeir sem telja þrátt fyrir allt allnokkur verðmæti í því að framleiða matvæli í hreinu og óspilltu umhverfi og reyna þannig að stuðla að því að land haldist í byggð og landsmenn geti nokkurn veginn framleitt eigin matvæli.“

Sigurður Már bendir á að það sé „stundum hálf spaugilegt að hlusta á helstu talsmenn Evrópusambandsins berjast fyrir óheftum innflutningi matvæla hingað til lands með frelsi og samkeppni að leiðarljósi,“ og spyr hvort að farið hafi framhjá þeim að „allur landbúnaður í Evrópu er kyrfilega ríkisstyrktur?“

Og hann bætir við að „þegar verið er að berjast fyrir því að íslenskur landbúnaður keppi við innflutning þá verður að taka það með í jöfnuna.“