Richard Wagner
Richard Wagner
Richard Wagner-félagið heldur aðalfund sinn í dag, laugardag, kl. 14 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar að Lækjargötu 14a, en gengið er inn og upp á aðra hæð um inngang andspænis Iðnó. Að fundi loknum, kl. 14.
Richard Wagner-félagið heldur aðalfund sinn í dag, laugardag, kl. 14 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar að Lækjargötu 14a, en gengið er inn og upp á aðra hæð um inngang andspænis Iðnó. Að fundi loknum, kl. 14.30, flytur Reynir Axelsson fyrirlestur um tónskáldið Richard Wagner og landa hans, heimspekinginn Arthur Schopenhauer, sem hafði djúpstæð áhrif á tónskáldið og sköpunarverk þess. Fyrirlestrinum verður streymt en hann er um leið opinn öllum, sem vilja mæta, meðan húsrúm og fjarlægðarmörk leyfa en grímuskylda er á viðburðinum. Nánari upplýsingar á Facebook-síðu félagsins.