Þrenna Joey Gibbs sækir að Júlíusi Magnússyni á Víkingsvelli í gær.
Þrenna Joey Gibbs sækir að Júlíusi Magnússyni á Víkingsvelli í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Joey Gibbs fór á kostum fyrir Keflavík þegar liðið heimsótti Víking úr Reykjavík í átta liða úrslitum deildabikars karla í knattspyrnu, Lengjubikarsins, á Víkingsvöll í Fossvogi í gær.

Joey Gibbs fór á kostum fyrir Keflavík þegar liðið heimsótti Víking úr Reykjavík í átta liða úrslitum deildabikars karla í knattspyrnu, Lengjubikarsins, á Víkingsvöll í Fossvogi í gær.

Gibbs gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum en hann jafnaði metin fyrir Keflavík þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Leiknum lauk með 3:3-jafntefli og því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Keflavík hafði betur í bráðabana.

Keflavík er fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins en í dag mætast Valur og KR á Hlíðarenda, Stjarnan og Fylkir í Garðabæ og Breiðablik og KA í Kópavoginum í hinum viðureignum átta liða úrslitanna. bjarnih@mbl.is