Textíllistakona Anna Þóra Karlsdóttir.
Textíllistakona Anna Þóra Karlsdóttir.
Anna Þóra Karlsdóttir opnar sýninguna Dagsverkin í Mjólkurbúðinni á Akureyri í dag kl. 14. Verkin vann Anna Þóra á liðnu ári í einangrun vegna heimsfaraldursins. „Verkin eru úr íslenskri ull sem Anna Þóra hefur kembt og skilið togið frá þelinu.
Anna Þóra Karlsdóttir opnar sýninguna Dagsverkin í Mjólkurbúðinni á Akureyri í dag kl. 14. Verkin vann Anna Þóra á liðnu ári í einangrun vegna heimsfaraldursins. „Verkin eru úr íslenskri ull sem Anna Þóra hefur kembt og skilið togið frá þelinu. Hún nýtir aðeins dúnmjúkt létt þelið sem hún litar í fjölbreytta tóna og leggur í þunnar slæður sem lagðar eru hver yfir aðra og þæfðar í ferninga. Þegar vel er að gáð má greina litina sem undir liggja í gegnum efstu slæðurnar. Útkoman leiðir hugann að náttúrunni, t.d. himninum í öllum sínum margbreytileika,“ segir m.a. í kynningu á sýningunni. Hún stendur til 30. mars.