Frumsýningargleði Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Óskarsson og Marteinn Þórsson.
Frumsýningargleði Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Óskarsson og Marteinn Þórsson. — Morgunblaðið/Elsa Katrín Ólafsdóttir
Þorpið í bakgarðinum, nýjasta kvikmynd leikstjórans Marteins Þórssonar, var frumsýnd í Háskólabíói á miðvikudag en handrit hennar skrifaði Guðmundur Óskarsson.

Þorpið í bakgarðinum, nýjasta kvikmynd leikstjórans Marteins Þórssonar, var frumsýnd í Háskólabíói á miðvikudag en handrit hennar skrifaði Guðmundur Óskarsson. Myndin var tekin í og við Hveragerði og segir í henni af Brynju sem dvalið hefur á heilsuhæli í Hveragerði og treystir sér ekki til að snúa aftur til daglegs lífs í Hveragerði. Hún leigir kofa á gistiheimilinu Backyard Village og kynnist þar enskum manni, Mark, sem í fyrstu virðist vera á ferðalagi um Ísland. Í ljós kemur nokkru síðar að hann á líka erfitt með að yfirgefa bæinn. Brynja og Mark verða vinir og aðstoða hvort annað við að takast á við þrautir lífsins en hvort um sig hefur sína djöfla að draga.

Laufey Elíasdóttir og Tim Plester fara með hlutverk Brynju og Mark en Plester gat ekki verið viðstaddur frumsýninguna. Aðrir leikarar og tökulið mættu hins vegar og var góður rómur gerður að kvikmyndinni.

Svo vildi til að eiginkona Marteins, Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur, átti afmæli þennan dag og sungu bíógestir afmælissönginn fyrir hana. Þakkaði afmælisbarnið kærlega fyrir sig.