Valerie June leikur á hin ýmsu hljóðfæri.
Valerie June leikur á hin ýmsu hljóðfæri. — AFP
Breidd Bandaríska söngkonan og lagahöfundurinn Valerie June segir svartar tónlistarkonur aldrei hafa verið einsleitan hóp enda þótt þeirri staðreynd hafi ekki verið slegið upp sérstaklega.
Breidd Bandaríska söngkonan og lagahöfundurinn Valerie June segir svartar tónlistarkonur aldrei hafa verið einsleitan hóp enda þótt þeirri staðreynd hafi ekki verið slegið upp sérstaklega. Þegar hún var barn hafi hún haldið að allar svartar stúlkur ættu að syngja eins og Whitney eða Aretha en síðar hafi hún áttað sig á því að breiddin væri mun meiri. Þetta kemur fram í viðtali við hana í breska blaðinu The Guardian en Valerie June sendi á dögunum frá sér sína fimmtu breiðskífu, The Moon and Stars: Prescriptions for Dreamers . „Sjálf mun ég alltaf tala eins og sveitakona en ég get sungið hvað sem er.“