Margaret Qualley fer með aðalhlutverkið.
Margaret Qualley fer með aðalhlutverkið. — AFP
Bíó Ár mitt með Salinger eða My Salinger Year nefnist nýjasta kvikmynd fransk/kanadíska leikstjórans Philippe Falardeau sem frumsýnd var í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum.
Bíó Ár mitt með Salinger eða My Salinger Year nefnist nýjasta kvikmynd fransk/kanadíska leikstjórans Philippe Falardeau sem frumsýnd var í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Myndin gerist árið 1995 og hermt er af ungri stúlku, Joönnu að nafni, sem leikin er af Margaret Qualley, sem ræður sig til starfa hjá umboðsskrifstofu og fær þar það hlutverk að svara aðdáendabréfum hins sérvitra rithöfundar J.D. Salinger sem hún þekkir hvorki haus né sporð á. BBC lýsir myndinni sem „The Devil Wears Prada fyrir þá sem taka bækur fram yfir tísku“. Margaret Qualley er dóttir leikkonunnar Andie MacDowell og er líklega þekktust fyrir að hafa leikið hina tápmiklu Pussycat sem Cliff Booth pikkaði upp á rauðu ljósi í Once Upon a Time in Hollywood.