Eliran Kantor teiknaði umslagið.
Eliran Kantor teiknaði umslagið.
Sprettur Fram undan er veisla hjá aðdáendum Helloween en sextánda breiðskífa þessa gamalgróna þýska sprettmálmbands er væntanleg 18. júní.
Sprettur Fram undan er veisla hjá aðdáendum Helloween en sextánda breiðskífa þessa gamalgróna þýska sprettmálmbands er væntanleg 18. júní. Hún sætir tíðindum fyrir þær sakir að Kai Hansen söngvari og gítarleikari, sem hætti í bandinu 1989, og Michael Kiske söngvari, sem hætti 1993, snúa nú aftur. Enginn missti þó vinnuna af þeim sökum en allir fimm sem fyrir voru í Helloween eru þar enn, þeirra á meðal stofnmeðlimirnir Michael Weikath gítarleikari og bassaleikarinn Markus Großkopf, gjarnan nefndur Stórhöfði hér um slóðir. Hansen, Kiske og Andi Deris skipta nú með sér söngnum.