Jóhanna Ásgeirsdóttir
Jóhanna Ásgeirsdóttir
Jóhanna Ásgeirsdóttir, myndlistarmaður og kennari, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Listar án landamæra.
Jóhanna Ásgeirsdóttir, myndlistarmaður og kennari, hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Listar án landamæra. Hún lauk grunnnámi í myndlist frá New York University og meistaranámi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands og hefur tekið þátt í og sýningarstýrt myndlistarsýningum á Íslandi, í Berlín og New York. Jóhanna er stofnfélagi listhópanna Isle of Games, samstarfi leikjahönnuða og Endurhugsa, listhóps sem fjallar um umhverfismál, að því er segir í tilkynningu. „Sjálfstæð listsköpun hennar tvinnast oft saman við fræðslu um vísindi og umhverfismál,“ segir þar og að Jóhanna hafi haldið ótal listasmiðjur í skólum, á sýningum, söfnum og hátíðum innan sem utan höfuðborgarsvæðisins. Hún kennir bæði í listkennsludeild Listaháskóla Íslands og á barnanámskeiðum í Myndlistaskóla Reykjavíkur. List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna.