Sunnudagur Ingvi Hrafn Jónsson á forsíðunni 12. júlí 2020. Arnþór Birkisson tók myndina af honum.
Sunnudagur Ingvi Hrafn Jónsson á forsíðunni 12. júlí 2020. Arnþór Birkisson tók myndina af honum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tilkynnt var í gær hvaða blaðamenn hefðu verið tilefndir til Blaðamannaverðlauna BÍ en þau verða afhent í næstu viku.

Tilkynnt var í gær hvaða blaðamenn hefðu verið tilefndir til Blaðamannaverðlauna BÍ en þau verða afhent í næstu viku. Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, er tilefndur fyrir viðtal, sem hann tók við Ingva Hrafn Jónsson og birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðins 12. júlí en þar þar ræddi Ingvi Hrafn um andlát bróður síns og þá ákvörðun hans að þiggja dánaraðstoð.

Erla Hlynsdóttir, DV, og Hlédís Maren Guðmundsdóttir, Stundinni, voru einnig tilefndar fyrir viðtöl ársins.

Tilefningar fyrir umfjöllun ársins fengu Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson, RÚV, Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson, Kjarnanum.

Tilnefningu fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fengu Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan og Stefán Drengsson, RÚV,

Freyr Rögnvaldsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Stundinni og Nadine Guðrún Yaghi, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Tilnefningar fyrir blaðamannaverðlaun ársins fengu Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir, RÚV, Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV.