Það styttist heldur betur í að Daði og Gagnagmagnið fari út til Rotterdam og keppi fyrir Íslands hönd í Eurovision. Lagið er nú loks opinberlega komið út eftir að hluta úr því hafði verið stolið og deilt á netinu.
Það styttist heldur betur í að Daði og Gagnagmagnið fari út til Rotterdam og keppi fyrir Íslands hönd í Eurovision. Lagið er nú loks opinberlega komið út eftir að hluta úr því hafði verið stolið og deilt á netinu. Daði Freyr ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum þar sem hann viðurkennir að lekinn hafi ekki truflað hann mikið þótt honum hafi þótt þetta pínu skrítið til að byrja með. Daði og Gagnamagnið fljúga út 9. maí ef allt gengur vel og viðurkennir Daði að síðan lagið hans kom út fylgist hann meira með umræðunum í kringum það heldur en hann ætti í raun að vera að gera. Þá viðurkennir Daði að vinnan í kringum Eurovision sé rosalega mikil og að hann hlakki til þess að geta tekið sér Euro-pásu eftir Eurovision. Viðtalið við Daða má nálgast í heild sinni á K100.is.