Malbikun Verkin verða boðin út.
Malbikun Verkin verða boðin út. — Morgunblaðið/Ómar
Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins 2021. Um er að ræða bæði malbikun yfirlaga með fræsun og malbikun sem og malbikun yfir eldri slitlög.

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins 2021.

Um er að ræða bæði malbikun yfirlaga með fræsun og malbikun sem og malbikun yfir eldri slitlög. Þannig er áætlað að malbika um 23 kílómetra af götum í ár. Kostnaðaráætlun er 916 milljónir króna. Einnig verður unnið við hefðbundnar malbiksviðgerðir og er kostnaður við þær áætlaður um 201 milljón. Heildarupphæð malbikunarframkvæmda árið 2021 er því áætluð 1.117 milljónir. Að auki verður endurnýjað malbik á götum þar sem framkvæmdir verða við endurnýjun gatnanna.

Þær götur innan borgarmarkanna, þar sem umferð er mest, teljast til þjóðvega í þéttbýli og eru á forsjá Vegagerðarinnar.

Framkvæmdir ársins 2021 eru í samræmi við átak um endurnýjun á malbiki á götum Reykjavíkur. Á árunum 2018-2022 er gert ráð fyrir að varið verði um 6.200 milljónum til endurnýjunar á malbiksyfirlögum auk hefðbundinna malbiksviðgerða. sisi@mbl.is