Óvissuferð Eitt verka Elínar Þóru.
Óvissuferð Eitt verka Elínar Þóru.
Sakna nefnist myndlistarsýning sem Elín Þóra Rafnsdóttir opnar í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í dag og stendur til 21. apríl. „Verkin eru unnin þannig að ég byrja að setja lit á tóman strigann eftir því hvernig mér líður þann daginn.
Sakna nefnist myndlistarsýning sem Elín Þóra Rafnsdóttir opnar í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í dag og stendur til 21. apríl. „Verkin eru unnin þannig að ég byrja að setja lit á tóman strigann eftir því hvernig mér líður þann daginn. Síðan koma upp myndir í huganum af einhverju sem ég veit aldrei fyrir fram hvað verður. Oftast eru þetta minningarbrot úr gönguferðum og söknuður. Undir lokin hefur myndin yfirleitt tekið miklum breytingum frá upphafinu og oft tekið óvænta stefnu. Hver mynd er óvissuferð þegar ég byrja og öðlast svo smá saman sitt sjálfstæða líf,“ segir Elín um sýninguna.