Sif Gunnarsdóttir
Sif Gunnarsdóttir
Sif Gunnarsdóttir hefur verið skipuð í embætti forsetaritara.

Sif Gunnarsdóttir hefur verið skipuð í embætti forsetaritara.

Sif er með BA-próf í danskri tungu og bókmenntum frá Háskóla Íslands og meistarapróf í menningarmiðlun frá Háskólanum í Óðinsvéum auk þess sem hún lauk diplómanámi í rekstrarhagfræði við Háskóla Íslands árið 2006. Hún var forstöðumaður Höfuðborgarstofu á árunum 2007-2013 og forstöðumaður Norræna hússins í Færeyjum á árunum 2013-2018. Sif starfar nú sem skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar.

Sextíu sóttu um starfið sem var auglýst í nóvember. sl.