Fimmtu og síðustu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á þessum vetri verða í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni eru píanótríó í d-moll eftir Mendelssohn og píanótríó nr. 2 í C-dúr eftir Brahms.
Fimmtu og síðustu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á þessum vetri verða í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni eru píanótríó í d-moll eftir Mendelssohn og píanótríó nr. 2 í C-dúr eftir Brahms. Flytjendur eru Auður Hafsteinsdóttir á fiðlu, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló og Mathias Halvorsen á píanó. Tónleikarnir eru helgaðir minningu Guðmundar W. Vilhjálmssonar (1928–2020) sem stofnaði Kammermúsíkklúbbinn 1957 ásamt Magnúsi Magnússyni eðlisfræðingi og fleirum, með fulltingi Björns Ólafssonar fiðluleikara og Árna Kristjánssonar píanóleikara.