— Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir
Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson og Ólöf Helga Jónsdóttir trúlofuðu sig við rætur gosstróksins í Geldingadölum í gær.

Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson og Ólöf Helga Jónsdóttir trúlofuðu sig við rætur gosstróksins í Geldingadölum í gær. Sigurbjörn hafði pantað þyrluflug yfir gossvæðið með unnustu sinni án þess að hún væri þess vís og eigandi Heli Austria, fyrirtækisins sem Sigurbjörn bókaði hjá, sá til þess að ljósmyndari yrði með í för. Eva Björk Ægisdóttir ljósmyndari fékk því að fylgja parinu eftir að gosstöðvunum og fangaði svo augnablikið ógleymanlega með myndum sem hún sendi Morgunblaðinu.

Í samtali við mbl.is í gær sagðist Sigurbjörn vera í skýjunum yfir því að vera orðinn trúlofaður. Þau Ólöf voru þá stödd á hóteli í miðbæ Reykjavíkur og ætluðu út að borða til að kóróna kvöldið. Þau hafa verið saman í 6 ár og eiga saman dóttur á öðru ári. Fyrir á Sigurbjörn 12 ára son. Nánar á mbl.is.