Súrálsskip Skipstjórinn á Taurus Confidence tilkynnti um veikindi.
Súrálsskip Skipstjórinn á Taurus Confidence tilkynnti um veikindi.
Taurus Confidence, súrálsskip með 19 manna áhöfn, kom til Reyðarfjarðar í gær frá Sao Luis í Brasilíu. Skipið lagði að Mjóeyrarhöfn við álver Fjarðaáls og hafa tíu manns úr áhöfninni greinst með Covid-19 smit.

Taurus Confidence, súrálsskip með 19 manna áhöfn, kom til Reyðarfjarðar í gær frá Sao Luis í Brasilíu. Skipið lagði að Mjóeyrarhöfn við álver Fjarðaáls og hafa tíu manns úr áhöfninni greinst með Covid-19 smit.

Ákveðið var að taka sýni úr allri áhöfninni eftir að skipstjórinn tilkynnti veikindi um borð.

Aðgerðastjórn og umdæmislæknir sóttvarna í samvinnu við umboðsmann útgerðarinnar og skipstjórann hafa gefið leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir um borð. Læknisfræðilegt eftirlit með skipverjunum verður unnið samkvæmt fyrirliggjandi vinnureglum þar um af Covid-deild Landspítala og Heilbrigðisstofnun Austurlands.

Aðgerðastjórn telur ekki hættu á að smitið dreifi sér.Hinir smituðu eru allir í einangrun um borð.