Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér um helgina sæti í umspili um laust sæti á HM 2021 sem fram fer á Spáni í desember síðar á árinu. Ísland hafnaði í öðru sæti 2.
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér um helgina sæti í umspili um laust sæti á HM 2021 sem fram fer á Spáni í desember síðar á árinu. Ísland hafnaði í öðru sæti 2. riðils undankeppninnar í Skopje en eftir slæmt tap gegn Norður-Makedóníu í fyrsta leik undankeppninnar vann íslenska liðið tvo stórsigra gegn Grikklandi, 31:19, og Litháen, 33:23. Dregið verður í umspilið í dag en Ísland verður í neðri styrkleikaflokki í drættinum. Umspilsleikirnir fara fram 16. eða 17. apríl og 20. og 21. apríl en leikið verður heima og heiman. 27