Rithöfundarnir Helen Cova og Ewa Marcinek fjalla um höfundarverk sín, reynslu af íslensku bókmenntasamhengi og lesa brot úr verkum sínum í Bókasafni Kópavogs í hádeginu í dag kl. 12.15. Er viðburðurinn á dagskrá „Menningar á miðvikudögum“.

Rithöfundarnir Helen Cova og Ewa Marcinek fjalla um höfundarverk sín, reynslu af íslensku bókmenntasamhengi og lesa brot úr verkum sínum í Bókasafni Kópavogs í hádeginu í dag kl. 12.15. Er viðburðurinn á dagskrá „Menningar á miðvikudögum“.

Þær Helen og Ewa eru virkar innan útgáfunnar og félagasamtakanna Ós Pressunnar sem hefur verið vettvangur fyrir höfunda af ólíkum menningarbakgrunni. Helen hefur verið búsett á Íslandi í sex ár og sendi í fyrra frá sér örsagnasafnið Sjálfsát: Að éta sjálfan sig þar sem saman fléttast íslenskur heimskautavetur og suðuramerískt töfraraunsæi. Ewa hefur verið búsett hér frá 2013 og var leiksýningin Ísland pólerað byggt á sjálfsævisögulegu sagnasafni hennar.