Eyrbyggja Kápuskreyting breskrar útgáfu Eyrbyggju sem William Morris og Eiríkur Magnússon stóðu að og kom út 1892.
Eyrbyggja Kápuskreyting breskrar útgáfu Eyrbyggju sem William Morris og Eiríkur Magnússon stóðu að og kom út 1892.
Fold uppboðshús og Bókin ehf. standa að bókauppboði sem lýkur 11. apríl, eftir páska. Að þessu sinni verða yfir 130 bækur boðnar upp. Bækurnar má skoða hjá Fold við Rauðarárstíg.

Fold uppboðshús og Bókin ehf. standa að bókauppboði sem lýkur 11. apríl, eftir páska. Að þessu sinni verða yfir 130 bækur boðnar upp. Bækurnar má skoða hjá Fold við Rauðarárstíg.

Meðal annars er nokkuð af ljóðabókum á uppboðinu og gott úrval af leikritum. Má nefna bækur eftir Þorstein frá Hamri, Þórberg Þórðarson og Vilhjálm frá Skáholti, en hans fyrsta bók, Næturljóð , er á uppboðinu, fyrsta útgáfa og alveg einstakt eintak. Flestar bækur annarra höfunda eru frumútgáfur og mörg eintök á uppboðinu árituð, sumar með skemmtilegum áritunum, segir í tilkynningu frá uppboðshöldurum. Má þar nefna eina elstu lagabókina á uppboðinu sem er árituð af Arnljóti Ólafssyni, höfundi tímamótaverksins Auðfræði . Er það sagt gríðarlega fágætt verk, gott eintak og í góðu samtímabandi.

Nánast allar bækurnar sem boðnar eru upp nú eru bundnar inn af bókbandsmeisturum. Þá eru margar 18. og 19. aldar bókanna í samtímabandi, falleg eintök miðað við aldur. Þar á meðal er bresk útgáfa Eyrbyggju sem William Morris og Eiríkur Magnússon stóðu að á sinni tíð og kom út í London 1892. Er það fáséð bók. Hið mikla verk Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín verður boðið upp, bundið í glæsilegt skinnband, alls ellefu bækur. Þá má nefna úrval ferðabóka sem og listaverkabóka, m.a. bók Nínu Bjarkar Ævintýrabókin um Alfreð Flóka , og fyrstu tvö tölublöð Birtings, sem eru mjög fáséð og myndlýst af Dieter Roth.