Úrslit Fjölnir mætir Skautafélagi Akureyrar í úrslitum Íslandsmótsins.
Úrslit Fjölnir mætir Skautafélagi Akureyrar í úrslitum Íslandsmótsins. — Morgunblaðið/Eggert
Fjölnir tryggði sér annað sætið í Hertz-deild kvenna í íshokkí í gærkvöld og þar með réttinn til að leika til úrslita við Skautafélag Akureyrar um Íslandsmeistaratitilinn með því að sigra SR, 10:3, í Skautahöllinni í Laugardal.

Fjölnir tryggði sér annað sætið í Hertz-deild kvenna í íshokkí í gærkvöld og þar með réttinn til að leika til úrslita við Skautafélag Akureyrar um Íslandsmeistaratitilinn með því að sigra SR, 10:3, í Skautahöllinni í Laugardal.

Fjölnir er þá með 9 stig en SR er án stiga. SA er með 21 stig og var fyrir nokkru búið að tryggja sér efsta sætið og heimaleikjaréttinn í úrslitunum. Tveimur leikjum í deildinni er ólokið en Fjölnir á eftir að mæta báðum liðunum.

Sigur Fjölniskvenna var aldrei í hættu en Harpa Kjartansdóttir og Mariana Birgisdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Fjölni og Kristín Ingadóttir, Steinunn Sigurgeirsdóttir, Karen Þórisdóttir, Elísa Sigfinnsdóttir, Sigrún Arnardóttir og Elín Alexdóttir sitt markið hver.

Hjá SR skoraði Brynhildur Hjaltested tvívegis og Mariana Birgisdóttir eitt mark.