Emmanuel Macron
Emmanuel Macron
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Veiran kemur víða fyrir í víglínu stjórnmálanna.

Veiran kemur víða fyrir í víglínu stjórnmálanna.

Í Bandaríkjunum tókst demókrötum í krafti yfirburðastöðu í fjölmiðlum að koma „því inn“ að kórónuveiran væri komin frá Trump, en ekki frá Kína.

Og þeir komu því líka inn að það væri ósvífinn rasismi að segja veiruna vera frá Kína! Afbrigðin máttu vera bresk, suður-afrísk og brasilísk en Kína skyldi hvergi koma nærri!

En í bólusetningum brillera hinn breski Boris og Bíbí leiðtogi Ísraels. En ESB og öll innleiddu ríkin þar eru með allt niðrum sig í þeim efnum. Og íslensk stjórnvöld vildu endilega taka fullan þátt í þeirri tískusýningu.

Macron forseti Frakklands hefur verið með seinheppnari leiðtogum ESB og er þó samkeppnin hörð á botninum. Marine Le Pen, keppinautur hans í komandi kosningum, nuddaði salti djúpt í sár leiðtogans með hjálp Twitter:

Nýliðinn laugardag bólusettu Bretar 850.000 skammta af bóluefni í sitt fólk. Frakkland 56.000. Og ríkisstjórn þess heldur áfram að þruma yfir heiminn í bólusetningarfræðum af ósvífni og innihaldslausu yfirlæti.

Við sætum enn harkalegri einangrun þegar líf þeirra þjóða sem betur standa sig tekur við sér.“