Erna Solberg
Erna Solberg
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og eiginmaður hennar, Sindre Finnes, hafa nú bæði stöðu grunaðra í afmælismálinu svokalla, en það snýst um meint brot á sóttvarnalögum þegar Solberg hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og eiginmaður hennar, Sindre Finnes, hafa nú bæði stöðu grunaðra í afmælismálinu svokalla, en það snýst um meint brot á sóttvarnalögum þegar Solberg hélt upp á sextugsafmæli sitt í lok febrúar. Voru 13 viðstaddir fyrri daginn og 14 hinn síðari, en einungis tíu máttu koma saman á þessum tíma.

Solberg hefur beðið þjóð sína forláts í viðtölum og sagst þar ekki eiga sér neinar málsbætur. Hyggist hún greiða þá sekt sem henni ef til vill verði gerð vegna veislunnar. atlisteinn@mbl.is