Meidd Steinunn Björnsdóttir spilar líklega ekki meira á tímabilinu.
Meidd Steinunn Björnsdóttir spilar líklega ekki meira á tímabilinu. — Ljósmynd/Robert Spasovski
Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram og íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, er að öllum líkindum með slitið krossband.
Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram og íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, er að öllum líkindum með slitið krossband. Þetta staðfesti hún í samtali við Vísi en Steinunn meiddist illa á hné í leik Norður-Makedóníu og Íslands í undankeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu á föstudaginn síðasta. Steinunn gat ekki tekið þátt í leikjunum gegn Grikklandi og Litháen í undankeppninni og missir af öllum líkindum af leikjunum gegn Slóveníu seinni hluta aprílmánaðar í umspili um laust sæti á HM á Spáni.