Ellefu ár eru liðin síðan Sigmundur Ernir Rúnarsson sagði síðast fréttir. Nú er hann þó sestur aftur í fréttastólinn í Fréttavaktinni á Hringbraut þar sem hann, ásamt fleiri fréttamönnum, mun flytja landsmönnum fréttir klukkan 18.
Ellefu ár eru liðin síðan Sigmundur Ernir Rúnarsson sagði síðast fréttir. Nú er hann þó sestur aftur í fréttastólinn í Fréttavaktinni á Hringbraut þar sem hann, ásamt fleiri fréttamönnum, mun flytja landsmönnum fréttir klukkan 18.30 á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Fréttavaktin verður ekki sett upp sem hefðbundinn fréttatími heldur verður fréttayfirlit, fréttaviðtöl og fréttaskýringar. Hann segist til dæmis sjá fyrir sér að fá sérfræðing þeirra í tísku í Fréttavaktina næstkomandi mánudag til þess að fjalla um úttekt sína í Fréttablaðinu um sumartískuna. Sigmundur segist sjálfum finnast einna skemmtilegast að segja fréttir af samfélagsbreytingum sem eru að verða í þjóðlífinu. Viðtalið við Sigmund Erni má nálgast í heild sinni á K100.is.