Coca-Cola á Íslandi varð til er Björn Ólafsson stórkaupmaður gerði samning við The Coca-Cola Company um stofnun verksmiðju á Íslandi, að því er rakið er á vefnum ccep.is.

Coca-Cola á Íslandi varð til er Björn Ólafsson stórkaupmaður gerði samning við The Coca-Cola Company um stofnun verksmiðju á Íslandi, að því er rakið er á vefnum ccep.is.

Segir þar jafnframt að árið 2011 hafi orðið breytingar á eignarhaldi Vífilfells er spænski drykkjarvöruframleiðandinn Cobega keypti fyrirtækið. Cobega var á þeim tíma stærsti framleiðandi Coca-Cola á Spáni og hluti af fyrirtækjasamstæðunni Cobega Group.

„Árið 2016 sameinaðist Vífilfell Coca-Cola European Partners (CCEP), stærsta átöppunarfyrirtæki Coca-Cola í heiminum og leiðandi fyrirtæki á markaði með neytendavörur í Evrópu. CCEP er með starfsemi í 13 löndum í Vestur-Evrópu og dreifir og markaðssetur nokkur af vinsælustu drykkjarvörumerkjum heims til yfir 300 milljóna neytenda í Vestur-Evrópu. Undir lok árs 2016 tók svo Vífilfell upp nafn CCEP og ber nú nafnið Coca-Cola European Partners Ísland,“ segir jafnframt á hinum íslenska vef félagsins, ccep.is.

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri CCEP fyrir árið 2020 velti félagið 10,6 milljörðum evra sem var 11,5% samdráttur milli ára.

Vísað var til samdráttar vegna kórónuveirufaraldursins en á móti hefði sala aukist á Coke Zero og orkudrykknum Monster.

Samdrátturinn í veltu var mestur á Spáni, Portúgal og Andorra, eða 22%, en m.a. var bent á fækkun ferðamanna. Í Norður-Evrópu var 9,5% samdráttur hjá félaginu en það er vísbending um að starfsemin á Íslandi hafi farið einna best út úr faraldrinum í fyrra.