KÖLD tónlistarhátíð hefst í Egilsbúð í Neskaupstað annað kvöld, fimmtudag, og stendur í þrjú kvöld. Er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin en á hátíðinni í fyrra voru síðustu tónleikarnir á Austurlandi fyrir samkomuhömlur af völdum Covid-19.

KÖLD tónlistarhátíð hefst í Egilsbúð í Neskaupstað annað kvöld, fimmtudag, og stendur í þrjú kvöld. Er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin en á hátíðinni í fyrra voru síðustu tónleikarnir á Austurlandi fyrir samkomuhömlur af völdum Covid-19.

Eyjólfur „Eyfi“ Kristjánsson ríður á vaðið með tónleikum annað kvöld. Á föstudag kemur Bríet fram en uppselt er á tónleika hennar. Dagskránni lýkur svo með rokktónleikum Dimmu á laugardagskvöldið en félagarnir leika sín þekktustu lög auk glænýs efnis.