Eldsvoði Fjöldi er nú á vergangi eftir brunann, sem lagði búðirnar í rúst.
Eldsvoði Fjöldi er nú á vergangi eftir brunann, sem lagði búðirnar í rúst. — AFP
Fimmtán manns létust og 400 til viðbótar er saknað eftir að eldur kom upp í flóttamannabúðum róhingja í Bangladess. Búðirnar eru sagðar stærstu flóttamannabúðir heims, en að minnsta kosti 50.000 manns eru nú á vergangi eftir brunann.

Fimmtán manns létust og 400 til viðbótar er saknað eftir að eldur kom upp í flóttamannabúðum róhingja í Bangladess. Búðirnar eru sagðar stærstu flóttamannabúðir heims, en að minnsta kosti 50.000 manns eru nú á vergangi eftir brunann.

Áætlað hefur verið að tæplega ein milljón manns búi í flóttamannabúðum við landamærin að Búrma, einnig Mjanmar, en róhingjar flúðu þaðan unnvörpum árið 2017 þegar herinn hóf aðgerðir gegn minnihlutahópnum í Rakhín-héraði.

Eldurinn braust út í fyrradag og dreifði sér fljótt um búðirnar, en þær samanstóðu einkum af tjöldum úr bambus og segldúkum. Stjórnvöld í Bangladess hafa fyrirskipað rannsókn á upptökum eldsins.