Sættir Abiy og Afwerki funduðu í gær.
Sættir Abiy og Afwerki funduðu í gær. — AFP
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, lýsti því yfir í gær að landið myndi draga hersveitir sínar til baka frá Tigray-héraði Eþíópíu, en þar hafa þær verið frá 4. nóvember síðastliðnum.

Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, lýsti því yfir í gær að landið myndi draga hersveitir sínar til baka frá Tigray-héraði Eþíópíu, en þar hafa þær verið frá 4. nóvember síðastliðnum.

Yfirlýsingin er talin marka vendipunkt í landamæraskærum sem staðið hafa um lengri tíma milli ríkjanna og aðskilnaðarsinna í héraðinu, en hermenn beggja þjóða eru sakaðir um alvarlega stríðsglæpi í þeim.

Stjórnvöld í Eritreu og Eþíópíu höfðu neitað því að nokkrir erítreskir hermenn væru í héraðinu, þar til á þriðjudaginn að Abiy viðurkenndi tilvist hersveitanna. Hélt hann svo í gær í heimsókn til Asmara, höfuðborgar Erítreu, og ræddi þar við Isaias Afwerki Erítreuforseta um leiðir til þess að binda endi á átökin.