Brynjólfur Stefánsson
Brynjólfur Stefánsson
Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, segir ganginn í bólusetningum hafa haft áhrif á þróun olíuverðs að undanförnu. „Þetta bakslag í Evrópu hefur neikvæð áhrif á olíuverð.

Brynjólfur Stefánsson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, segir ganginn í bólusetningum hafa haft áhrif á þróun olíuverðs að undanförnu. „Þetta bakslag í Evrópu hefur neikvæð áhrif á olíuverð. Menn sjá fram á auknar birgðir og að eftirspurnin verði ekki jafn sterk og menn bjuggust við,“ segir Brynjólfur og bendir á að olían hafi hækkað mikið og hratt í verði. Því megi hins vegar velta fyrir sér hvort markaðurinn „hafi aðeins farið fram úr sér“ í þessu efni. Þegar fram líða stundir séu meiri líkur en minni á að olían hækki í verði.

Gæti haldist á þessu bili

„Ef eftirspurnin kemst á flug og vel gengur að bólusetja þá gæti olíuverðið haldist á þessu bili og jafnvel hækkað frekar. Þó veltur það töluvert á OPEC+-fundinum sem haldinn verður í lok mánaðarins. Ríkin hafa aukið framleiðslu í kjölfarið á verðhækkunum,“ segir Brynjólfur.

Eftirspurnin hafi aukist í Asíu að undanförnu og í Bandaríkjunum vegna meiri umsvifa í kjölfar bólusetningar. Svo hafi OPEC-ríkjunum gengið betur en oft áður að halda aftur af framboðinu. Verðið hafi lækkað mikið í maí í fyrra vegna verðstríðs og faraldursins. baldura@mbl.is