Sýningin Berskjölduð verður opnuð á morgun, sunnudag, í Listasafni Reykjanesbæjar og stendur hún yfir til 25. apríl.

Sýningin Berskjölduð verður opnuð á morgun, sunnudag, í Listasafni Reykjanesbæjar og stendur hún yfir til 25. apríl. Á sýningunni má sjá verk ellefu listamanna sem fanga á ólíkan hátt áskoranir og viðfangsefni í lífinu, eins og því er lýst á vef safnsins, og nota listamennirnir eigin sjálfsímynd og reynsluheim sem efnivið og af því spretta opinská og djörf verk sem allir geta tengt við eða dregið lærdóm af. Sum verkanna miðla úthaldi og seiglu en önnur fagna mannslíkamanum með húmor og næmi, eins og því er lýst.

Sýnendur eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Berglind Ágústsdóttir, Dýrfinna Benita, Egill Sæbjörnsson, Freyja Reynisdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Maria Sideleva, Melanie Ubaldo, Michael Richardt, Róska, Sara Björnsdóttir og sýningarstjórar Amanda Poorvu, Ari Alexander Ergis Magnússon, Björk Hrafnsdóttir, Emilie Dalum og Vala Pálsdóttir. Berskjölduð er fyrsta sameiginlega sýningarverkefni þeirra í nýju meistaranámi í sýningagerð í myndlistardeild Listaháskóla Íslands.