Alex Salmond
Alex Salmond
Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og formaður skoska þjóðarflokksins SNP, stofnaði í gær nýjan flokk, Alba-flokkinn.

Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar og formaður skoska þjóðarflokksins SNP, stofnaði í gær nýjan flokk, Alba-flokkinn. Flokkurinn styður sjálfstæði Skotlands líkt og SNP, en Salmond sagði Alba-flokknum ekki stefnt til höfuðs sínum gamla flokki.

Deilur Salmonds og Nicolu Sturgeon, eftirmanns Salmonds, hafa verið áberandi á síðustu vikum, þar sem skoska þingið hefur rannsakað hvaða þátt Sturgeon átti í að hafin var rannsókn á Salmond fyrir meinta kynferðislega áreitni.

Salmond segir að helsta markmið Alba-flokksins sé að vinna að sjálfstæði Skotlands sem fyrst og samþykkt nýrrar stjórnarskrá fyrir hið nýstofnaða ríki.