Elma Lísa Gunnarsdóttir er ánægð með að búa á Seltjarnarnesi.
Elma Lísa Gunnarsdóttir er ánægð með að búa á Seltjarnarnesi. — Ljósmynd/Saga Sig
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona var að klára að leika í sjónvarpsmyndinni Sóttkví. Hún býr á Seltjarnarnesi í fallegu húsi sem afi hennar byggði. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

Elma Lísa Gunnarsdóttir er orðin spennt fyrir páskunum. Hún ætlar að horfa á Sóttkví og njóta sín með fjölskyldunni.

„Í sjónvarpsmyndinni leik ég Lóu sem er í sóttkví eins og margir í dag. Reynir Lyngdal leikstýrði og Auður Jónsóttir og Birna Anna Björnsdóttir skrifuðu handritið. Hún verður sýnd á Ríkissjónvarpinu um páskana. Svo er frumsýning á myndinni Saumaklúbburinn eftir Göggu Jónsdóttur núna eftir páska. Ég er mjög spennt að sjá hana.“

Elma Lísa býr á Seltjarnarnesi en hefur lengst af búið í Reykjavík með viðkomu í Mílanó, París og London.

Hver er skrítnasta íbúðin sem þú hefur búið í?

„Ég bjó einu sinni í lítilli íbúð á Bergstaðastræti sem var 30 fermetrar. Einni íbúð hafði verið breytt í tvær og var sú sem ég bjó í mjög kósý.“

Hver er skemmtilegasta íbúðin sem þú hefur búið í?

„Ég er mjög ánægð á Seltjarnarnesi. Við búum núna í litlu húsi með stórum garði sem afi minn byggði.“

Hvað gerir hús að góðu heimili?

„Að fjöskyldunni líði vel. Í húsi þar sem er góður andi og ást.“

Ef þú ættir að búa til eina setningu til að hengja fyrir ofan hurðina heima sem lýsir stemningunni. Hver væri sú setning?

„Ekki vera fáviti.“

Höf.: Elma Lísa Gunnarsdóttir