— AFP
Málverkið Scene de rue a Montmartre (Götulíf í Montmartre) eftir hollenska málarann Vincent van Gogh seldist hjá uppboðshúsinu Sotheby's í París fyrir 13.091.000 evrur sem jafngildir rúmlega 1,9 milljörðum íslenskra króna.
Málverkið Scene de rue a Montmartre (Götulíf í Montmartre) eftir hollenska málarann Vincent van Gogh seldist hjá uppboðshúsinu Sotheby's í París fyrir 13.091.000 evrur sem jafngildir rúmlega 1,9 milljörðum íslenskra króna. Þetta er hæsta verð fyrir verk eftir van Gogh sem fengist hefur í Frakklandi. Málverkið hefur verið í einkaeigu sömu frönsku fjölskyldunnar í meira en hundrað ár og hefur ekki verið sýnt opinberlega frá því það var málað 1887.