Bankar Ný óverðtryggð útlán bankanna til heimilanna nema meira en 400 milljörðum síðustu 12 mánuði. Verðtryggð lán eru á hröðu undanhaldi.
Bankar Ný óverðtryggð útlán bankanna til heimilanna nema meira en 400 milljörðum síðustu 12 mánuði. Verðtryggð lán eru á hröðu undanhaldi.
Á síðustu tólf mánuðum hafa íslensku bankarnir lánað íslenskum heimilum 410 milljarða króna í formi óverðtryggðra fasteignalána. Þetta má lesa úr tölum Seðlabanka Íslands. Tólf mánuði þar á undan námu útlán af sama tagi aðeins 84,8 milljörðum.

Á síðustu tólf mánuðum hafa íslensku bankarnir lánað íslenskum heimilum 410 milljarða króna í formi óverðtryggðra fasteignalána. Þetta má lesa úr tölum Seðlabanka Íslands. Tólf mánuði þar á undan námu útlán af sama tagi aðeins 84,8 milljörðum. Nemur vöxturinn því 380% milli ára.

Á síðustu tólf mánuðum hafa heimilin hins vegar greitt mikið upp af verðtryggðum húsnæðislánum sínum hjá bönkunum og nema upp- og umframgreiðslur umfram ný lán 67,4 milljörðum króna. Tólf mánuðina þar á undan uxu lánveitingar í þessum flokki um 24,1 milljarð króna hjá bönkunum. Líkt og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu á undanförnum mánuðum hafa umsvif lífeyrissjóða á húsnæðislánamarkaði minnkað til muna samfara auknum lánveitingum bankanna. Þrátt fyrir það má greina sömu þróun þar á bæ, sé litið til áhuga fólks á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum. Allt frá því í júní í fyrra hafa upp- og umframgreiðslur verðtryggðra sjóðfélagalána verið mun meiri en ný lán af sama toga. Þannig virðist langstærstur hluti þeirra sem eru að fjárfesta í húsnæði eða endurfjármagna eldri lán leita í mjög hagstæða óverðtryggða vexti sem nú bjóðast. ses@mbl.is