Bólusettur Kári Stefánsson fékk sprautuna langþráðu í gær.
Bólusettur Kári Stefánsson fékk sprautuna langþráðu í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Af sex innanlandssmitum Covid-19 sem greindust í fyrradag voru fimm greind í sóttkví. 95 eru nú skráðir í einangrun með virkt smit þar til nýjar tölur berast klukkan 11 í dag og 1.279 í sóttkví. Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19-sjúkdóminn.

Af sex innanlandssmitum Covid-19 sem greindust í fyrradag voru fimm greind í sóttkví. 95 eru nú skráðir í einangrun með virkt smit þar til nýjar tölur berast klukkan 11 í dag og 1.279 í sóttkví. Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19-sjúkdóminn. Öll smitin sem greindust í fyrradag eru í yngri aldurshópunum.

Greint var frá smiti hjá flugfélaginu Erni í gær og þurfti allt starfsfólk félagsins að fara í sóttkví og voru allar ferðir þess frá og með gærdeginum og til og með 30. mars felldar niður. Smitið reyndist ekki tengjast útsýnisflugi flugfélagsins yfir gossvæðið í Geldingadölum. Fregnir af smitinu kölluðu þó á umræður um smitvarnir á gosstað þar sem mörg hundruð manns koma saman utandyra þegar mest lætur.

Almannavarnir hafa tekið upp á að senda sms-sendingar í alla síma í nágrenni við gosstaðinn þar sem fjarskiptabúnaði var komið upp á svæðinu í fyrradag af öryggisástæðum. Sms-skilaboðunum er ætlað að minna göngugarpa og gos-gesti á að halda sóttvörnum.

Fimm voru greindir með kórónuveirusmit á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir greindust smitaðir við komu um borð í Hirtshals í Danmörku og bættust þrír í hóp smitaðra við komu til Íslands.

70 ára og eldri voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í gær. 4.400 manns voru bólusettir með bóluefni frá AstraZeneca, þeirra á meðal Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Tafir urðu á bólusetningu vegna góðra heimta í mætingu boðaðra.