Samkeppniseftirlitið er stofnun sem telur sig eiga að standa í stappi við fyrirtækin í landinu og stunda pólitík þess á milli. Þetta sést til dæmis vel af því að sl. viku hefur eftirlitið birt fjórar yfirlýsingar um mál sem eru í umræðunni og þar sem það er að munnhöggvast við fyrirtækin sem það á að hafa eftirlit með.

Samkeppniseftirlitið er stofnun sem telur sig eiga að standa í stappi við fyrirtækin í landinu og stunda pólitík þess á milli. Þetta sést til dæmis vel af því að sl. viku hefur eftirlitið birt fjórar yfirlýsingar um mál sem eru í umræðunni og þar sem það er að munnhöggvast við fyrirtækin sem það á að hafa eftirlit með.

Og þegar Alþingi fjallar um samkeppnismál þá getur Samkeppniseftirlitið ekki stillt sig um að skipta sér af þeirri umræðu, enda vill það ekki aðeins framfylgja settum lögum, það vill líka hafa áhrif á hvaða lög eru sett.

Samkeppniseftirlitið reynir í yfirlýsingum sínum að verja þá staðreynd að „óháður kunnáttumaður“ sé búinn að rukka 55 milljónir króna fyrir vinnu sem einkum snýr að sölu einnar verslunar á Hellu.

Þetta er líklega hæsta söluþóknun sem um getur fyrir að hindra sölu en Samkeppniseftirlitið telur þetta bæði sjálfsagt og eðlilegt.

Og þegar forstjóri Brims benti á það að stofnunin væri að veikja samkeppnishæfni íslenskra útflutningsfyrirtækja sem ættu í harðri alþjóðlegri samkeppni sá Samkeppniseftirlitið ástæðu til að birta yfirlýsingu um málið.

Augljóst er að eins og starfsemi Samkeppniseftirlitsins er háttað hér á landi er hún til þess fallin að skaða atvinnulíf og þar með kjör almennings. Það getur ekki verið tilgangurinn með rekstri slíkrar stofnunar.