— Morgunblaðið/Eggert
Segðu mér, um hvað fjallar Vegferðin? Vegferðin er um tvo miðaldra karlmenn, Víking Kristjáns og Ólaf Darra, sem leika sjálfa sig. Víkingur er með allt niður um sig í sínu lífi, á meðan Darri lifir Hollywood-glamúrlífi.
Segðu mér, um hvað fjallar Vegferðin?

Vegferðin er um tvo miðaldra karlmenn, Víking Kristjáns og Ólaf Darra, sem leika sjálfa sig. Víkingur er með allt niður um sig í sínu lífi, á meðan Darri lifir Hollywood-glamúrlífi. Víkingur ákveður að draga Darra með sér í ferðalag til að ná jarðtengingu með honum og endurheimta vinskapinn. Svo kannski snýst þessi ferð um meira en bara ferðina sjálfa; þetta er saga um vináttu, karlmennsku og að horfast í augu við sjálfan sig.

Er þetta ýkt útgáfa af þeirra eigin lífi?

Já, bæði og.

Hvort er þetta drama- eða gamansería?

Þetta er alveg fyndið. Ég sagði þeim að það væri brjálæði að fá mig til að leikstýra gríni, en ef ég mætti nálgast þetta sem drama þá yrði það sem er fyndið bara fyndið, en með sterkum undirtóni.

Hvernig gengu tökur?

Þær gengu frábærlega. Við fórum um landið í mánuð og tókum upp ferðalagið í réttri röð. Við fengum bongóblíðu og það var lítið um ferðamenn þannig að þetta var algjör lukka. Það gekk allt eins og í sögu.

Voru Víkingur og Ólafur Darri skemmtilegir ferðafélagar?

Já, mjög. Þeir eru dásamlegir menn með stór hjörtu og alveg til í að gera grín að sjálfum sér.

Er von á framhaldi?

Ég vona það; við þurfum að sjá hvernig þetta fer í landann. Svo hef ég fengið sterk og góð viðbrögð að utan. Það er þörf fyrir svona bjartar og fallegar seríur líka.