Hamnet eftir Maggie O'Farrell
Hamnet eftir Maggie O'Farrell
Skáldsagan Hamnet , eftir Maggie O'Farrell, hlaut verðlaun samtaka bandarískra bókagagnrýnenda, National Book Critics Circle Award, í fyrradag. Í henni segir af andláti 11 ára sonar Vilhjálms Shakespeares af völdum svartadauða á sínum tíma.

Skáldsagan Hamnet , eftir Maggie O'Farrell, hlaut verðlaun samtaka bandarískra bókagagnrýnenda, National Book Critics Circle Award, í fyrradag. Í henni segir af andláti 11 ára sonar Vilhjálms Shakespeares af völdum svartadauða á sínum tíma.

Raven Leilani hlaut John Leonard-verðlaunin, sem veitt eru fyrir bestu frumraun höfundar, fyrir bókina Luster og verðlaun í flokki fræðibóka hlaut blaðamaðurinn Tom Zoellner fyrir Island on Fire: The Revolt That Ended Slavery in the British Empire .

Samtök bandarískra bókagagnrýnenda voru stofnuð árið 1974 og eiga yfir 600 gagnrýnendur aðild að þeim. Veita þau árlega verðlaun fyrir bækur ársins á undan.