Sigurður biskup Málverkið er líklega eftir Jón Hallgrímsson.
Sigurður biskup Málverkið er líklega eftir Jón Hallgrímsson.
Sigurður Stefánsson fæddist 27. mars 1744 á Höskuldsstöðum á Skagaströnd. Foreldrar hans voru Stefán Ólafsson og seinni kona hans, Sigríður Sigurðardóttir. Sigurður var hálfbróðir Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns, sem Stephensens-ættin er kennd við.

Sigurður Stefánsson fæddist 27. mars 1744 á Höskuldsstöðum á Skagaströnd. Foreldrar hans voru Stefán Ólafsson og seinni kona hans, Sigríður Sigurðardóttir. Sigurður var hálfbróðir Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns, sem Stephensens-ættin er kennd við.

Sigurður varð stúdent frá Hólaskóla 1765 og tók guðfræðipróf frá Kaupmannahafnarháskóla 1767. Hann varð konrektor Hólaskóla 1768, fékk Möðruvallaklaustursprestakall í Hörgárdal 1773, Helgafell 1781 og var prófastur á Snæfellsnesi. Hann var biskup á Hólum frá 1789 til dauðadags, en Hólastóll var lagður niður 1801 og var Sigurður síðasti biskupinn þar.

Sigurður var góður kennari og ástsæll, enda góðviljaður maður. Árið 1797 út komu fjórar bækur á Hólum, m.a. barnaspurningar í þýðingu Sigurðar. Árið eftir kom 10. útgáfa Vídalínspostillu, og loks minningarritið Verdung Sigurðar Stefánssonar (1799) eftir Þorkel Ólafsson dómkirkjuprest. Var það síðasta bók sem prentuð var á Hólum.

Kona Sigurðar var Guðríður Halldórsdóttir, f. 1740, d. 1820. Þau voru barnlaus.

Sigurður lést 24. maí 1798.