Met Baldvin Þór Magnússon á nú Íslandsmet í tveimur greinum.
Met Baldvin Þór Magnússon á nú Íslandsmet í tveimur greinum.
Hlauparinn efnilegi Baldvin Þór Magnússon setti sitt annað Íslandsmet í langhlaupum í þessum mánuði í fyrrakvöld þegar hann hljóp 5.000 metra á fyrsta utanhússmóti bandaríska háskólatímabilsins í Raleigh í Norður-Karólínu.
Hlauparinn efnilegi Baldvin Þór Magnússon setti sitt annað Íslandsmet í langhlaupum í þessum mánuði í fyrrakvöld þegar hann hljóp 5.000 metra á fyrsta utanhússmóti bandaríska háskólatímabilsins í Raleigh í Norður-Karólínu. Hann bætti Íslandsmet Hlyns Andréssonar frá 2019 um heilar 12 sekúndur, hljóp á 13:45,66 mínútum. Fyrir hlaupið var Baldvin, sem er 21 árs gamall, aðeins í 10. sæti á afrekaskrá FRÍ í greininni en hann bætti sinn besta tíma utanhúss frá árinu 2018 um tæpar 55 sekúndur.