Dagmál Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson í viðtali.
Dagmál Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson í viðtali. — Morgunblaðið/Hallur
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir frjálshyggjuna ekki fullnægjandi því hún svari ekki spurningum um tilgang lífsins. Þar bæti íhaldsstefnan frjálshyggjuna upp, svo úr verði frjálslynd íhaldsstefna, samofin vestrænni menningu.

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir frjálshyggjuna ekki fullnægjandi því hún svari ekki spurningum um tilgang lífsins. Þar bæti íhaldsstefnan frjálshyggjuna upp, svo úr verði frjálslynd íhaldsstefna, samofin vestrænni menningu.

Gengur hann svo langt að segja hvorki einkaeignarréttinn né frelsið skilyrðislaust, hvort tveggja kunni að þurfa að víkja og klykkir út með að segjast sameignarsinni um þjóðleg verðmæti.

Þetta kemur fram í viðtali við dr. Hannes í Þjóðmálunum í dag, þætti Dagmála, sem finna má á mbl.is/dagmál og opinn er áskrifendum Morgunblaðsins.

Tilefnið er nýútkomin bók hans um 24 hugsuði frjálslyndrar íhaldsstefnu. Þar er Snorri Sturluson fremstur meðal jafningja, sem hafi ítrekað varað við ofurefli ríkisvalds og minnt á hvaðan vald þeirra væri fengið.