Miðbæjarkötturinn Baktus í góðum höndum afgreiðslustúlku Miðbæjarkötturinn Baktus í góðum höndum afgreiðslustúlku í Icewear í kuldum páskanna
Miðbæjarkötturinn Baktus í góðum höndum afgreiðslustúlku Miðbæjarkötturinn Baktus í góðum höndum afgreiðslustúlku í Icewear í kuldum páskanna — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Miðbæjarkötturinn Baktus, sem heldur gjarnan til í verslun Gyllta kattarins, leitaði í verslun Icewear á páskadag þegar venjulegar bækistöðvar hans í Gyllta kettinum voru lokaðar. Þar fann hann faðm afgreiðslustúlkunnar Hólmfríðar.

Miðbæjarkötturinn Baktus, sem heldur gjarnan til í verslun Gyllta kattarins, leitaði í verslun Icewear á páskadag þegar venjulegar bækistöðvar hans í Gyllta kettinum voru lokaðar.

Þar fann hann faðm afgreiðslustúlkunnar Hólmfríðar. Af myndinni að dæma var Baktus ánægður með Hólmfríði og hún með hann.

Baktus er vinsæll köttur en á samfélagsmiðlinum Facebook er til að mynda hópur sem tileinkaður er Baktusi. Hópurinn ber heitið „Spottaði Baktus“ og birtast þar reglulega myndir af kettinum frá hinum og þessum.