Illmenni Red Skull hefur árum saman verið erkióvinur hetjunnar Captain America.
Illmenni Red Skull hefur árum saman verið erkióvinur hetjunnar Captain America. — Ljósmynd/Marvel
„Lifi ég í alvörunni í heimi þar sem Ta-Nehisi Coates hefur skrifað Captain America-teiknimyndaseríu þar sem hugmyndir mínar eru skrumskældar og gerðar að lífsspeki illmennisins Red Skull?

„Lifi ég í alvörunni í heimi þar sem Ta-Nehisi Coates hefur skrifað Captain America-teiknimyndaseríu þar sem hugmyndir mínar eru skrumskældar og gerðar að lífsspeki illmennisins Red Skull?“ Svona tístir kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson á Twitter.

Í nýjustu teiknimyndabókinni um Captain America, sem verðlaunahöfundurinn Ta-Nehisi Coates samdi, má sjá Red Skull hvetja unga karlmenn til að berjast gegn „femínistagildrunni“ og öðrum málum og málefnum sem orðið hafa skotspónn Peterson á síðustu árum. Í frétt um málið í The Guardian er rifjað upp að Peterson hafi löngum verið í miklum metum hjá ungum, hvítum karlmönnum sem finnst þeir hliðarsettir í samfélaginu og kenna femínistum um ófarir sínar. Í teiknimyndabókinni hæðist Red Skull að Captain America fyrir að reyna að höfða til fólks með því að tala um drauma. „Hann skilur ekki að það eru ekki draumar sem fá menn til aðgerða heldur martraðir,“ er Red Skull látinn segja í bókinni.

Breska dagblaðið rifjar upp að í valdatíð Donalds Trump hafi ónafngreindur Twitter-notandi birt myndir þar sem eftirfarandi orð Trumps voru lögð í munn Red Skull: „Við munum algjörlega tortíma og afmá efnahag Tyrklands (ég hef get það áður!)“ og „Ég vil aftur taka upp vatnspyntingar og pyntingar sem eru ennþá verri en þær.“