Útisigur Kylian Mbappe fagnar öðru marki sínu í München í gær.
Útisigur Kylian Mbappe fagnar öðru marki sínu í München í gær. — AFP
Frakklandsmeistararnir í Paris St. Germain standa vel að vígi eftir fyrri leikinn gegn Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar karla í knattspyrnu því liðið gerði sér lítið fyrir og vann 3:2-útisigur í ótrúlegum leik í München í gær.

Frakklandsmeistararnir í Paris St. Germain standa vel að vígi eftir fyrri leikinn gegn Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar karla í knattspyrnu því liðið gerði sér lítið fyrir og vann 3:2-útisigur í ótrúlegum leik í München í gær. Liðin mættust í úrslitaleik keppninnar á síðustu leiktíð.

PSG byrjaði af gríðarlegum krafti því Kyliam Mbappé kom liðinu yfir strax á þriðju mínútu og á 28. mínútu var staðan orðin 2:0 eftir að Marquinhos skoraði. Eric Choupo-Moting minnkaði muninn á 37. mínútu og var staðan eftir viðburðaríkan fyrri hálfleik 2:1. Sú staða breyttist í 2:2 á 60. mínútu þegar Thomas Müller skoraði. Mbappé skoraði sitt annað mark og þriðja mark PSG á 68. mínútu og gulltryggði sigurinn.

Chelsea vann Porto 2:0 á útivelli en leikurinn fór fram í Sevilla á Spáni. Mason Mount og Ben Chilwell skoruðu á 32. og og 85. mínútu. Síðari leikirnir fara fram næsta þriðjudag. sport@mbl.is