Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson á blaðamannafundi.
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson á blaðamannafundi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika þrjá vináttuleiki snemma sumars. Gegn Mexíkó hinn 30. maí, í Texas í Bandaríkjunum, gegn Færeyingum í Færeyjum 4. júní og gegn Pólverjum í Póllandi 8. júní.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika þrjá vináttuleiki snemma sumars. Gegn Mexíkó hinn 30. maí, í Texas í Bandaríkjunum, gegn Færeyingum í Færeyjum 4. júní og gegn Pólverjum í Póllandi 8. júní. Leikirnir eru þáttur í undirbúningi liðsins fyrir næstu leiki í undankeppni HM. Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi á Laugardalsvelli í september. Ísland er í 52. sæti á styrkleikalista FIFA sem kynntur var í gær og féll niður um sex sæti frá síðasta lista.