Met Þuríður Erla Helgadóttir náði frábærum árangri í Rússlandi.
Met Þuríður Erla Helgadóttir náði frábærum árangri í Rússlandi.
Lyftingakonan Þuríður Erla Helgadóttir setti nýtt Íslandsmet í 59 kg flokki í jafnhendingu á Evrópumótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Rússlandi.
Lyftingakonan Þuríður Erla Helgadóttir setti nýtt Íslandsmet í 59 kg flokki í jafnhendingu á Evrópumótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Rússlandi. Þuríður jafnhenti 108 kg, auk þess snaraði hún 83 kg á mótinu og setti um leið Íslandsmet í samanlögðu með 191 kg. Þuríður Erla hafnaði í 10. sæti á mótinu í ár en hún varð í öðru sæti í B-hluta 59 kg flokksins. Einar Ingi Jónsson endaði í 7. sæti síns riðils í B-hluta 73 kg flokks karla og Amalía Ósk Sigurðardóttir varð áttunda í B-hluta 64 kg flokksins.