Ólafur B. Schram
Ólafur B. Schram
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir Ólaf B. Schram: "Er með glaumyrðum verið að plata? Er ráðherra með aprílgabb?"

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skrifar pistil í Morgunblaðið 1. apríl sl. undir fyrirsögninni „Á ég að gera það?“ Þar telur hún sig vera að telja kjarkinn í landsmenn og „allir bíða þess að hagkerfið komist á fulla ferð“. Má ég biðja hana að líta sér nær?

Hún segir einnig: „Það mun þó einungis gerast ef allir leggjast á árarnar.“ Má ég biðja hana að líta sér nær?

Og Lilja segir: „Eins erfitt og það kann að reynast, þá verður skynsemin að ráða...“ Má ég biðja hana að líta sér nær?

Og Lilja segir einnig: „Þannig má halda hjólum atvinnulífsins á fullu og skapa störf, bæði í innlendri ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum.“ Má ég biðja hana að líta sér nær?

Ég gaf nýverið út bók, valdi að fara að ráðum hennar og með „Gerum þetta saman“-beiðnina í huga lét ég prenta bókina hér heima eða eins og Lilja orðar þetta: „...halda hjólum atvinnulífsins á fullu og skapa störf, svo hagkerfið snúist, láta skynsemina ráða og leggjast á árarnar.“

Það fór þó svo að verkið Barnabarnabókin ber 24% VSK við þessa heimaprentun en ekki 11% VSK ef prentað er í öðru landi!

Undrar einhvern viðbrögðin þegar lagðar eru svona hömlur á „Gerum þetta saman“-átakið?

Að hygla erlendum prentsmiðjum, hönnuðum, umbrotsfólki, útsetjurum og öllum þeim sem starfa við erlent prent á sama tíma og átakið er svívirt með skattlagningu.

Er með glaumyrðum verið að plata? Er ráðherra með aprílgabb? Á ekki almenningur rétt á rökstuðningi fyrir þessum vinnubrögðum yfirvaldsins?

Höfundur er útgefandi og afi.

Höf.: Ólaf B. Schram