Elísabet Hulda Snorradóttir sem bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland er farin út til Miami þar sem hún keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe.
Elísabet Hulda Snorradóttir sem bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland er farin út til Miami þar sem hún keppir fyrir Íslands hönd í Miss Universe. Manúela Ósk sem heldur utan um keppnina hér á landi ræddi við þau Einar Bárðar, Önnu Möggu og Yngva Eysteins í Helgarútgáfunni en það hefur verið nóg að gera hjá henni undanfarið. Keppnin sjálf verður ekki haldin fyrr en 16. maí og hefur Elísabet því nægan tíma til þess að undirbúa sig vel. Meðal þess sem hún þarf að gera er að láta hanna fyrir sig sérstakan þjóðbúning fyrir keppnina. Miss Universe Iceland-keppnin fyrir árið 2021 er í undirbúningi hérna heima og það er nóg að gera hjá Manúelu. Umsóknum fyrir keppnina átti að skila 31. mars síðastliðinn en vegna samkomutakmarkana ákvað Manúela að framlengja frestinn til 15. apríl. Viðtalið við Manúelu má nálgast í heild sinni á K100.is.